Fyrsti leikjalausi dagur ársins
Fjórði október 2023 var fyrsti leikjalausi dagur ársins í mótum sem KSÍ hefur aðkomu að (Íslandsmót, bikarkeppnir, KRR-mót Faxaflóamót og Kjarnafæðimót) síðan 4. ágúst, þ.e. föstudaginn um verslunarmannahelgi. Að vísu var dagurinn ekki alveg leikjalaus því U15 landslið karla lék þann dag.
Það fara fram leikir á vegum KSÍ flesta daga ársins. Hér að neðan má sjá yfirlit leikjalausra daga á árinu 2023:
- 1.-5. janúar
- 9. janúar
- 24. janúar
- 7. apríl (föstudagurinn langi)
- 9. apríl (páskadagur)
- 4. ágúst (föstudagurinn um verslunarmannahelgi)
- 4. október