Breiðablik - Zorya Luhansk á Laugardalsvelli
Breiðablik tekur á móti Zorya Luhansk frá Úkraínu á Laugardalsvelli fimmtudaginn 5. október klukkan 16:45 í fyrsta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA. Leikurinn er einnig fyrsti heimaleikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Blikar sitja í neðsta sæti riðilsins eftir eftir fyrstu umferð þar sem liðið tapaði 3-2 gegn Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk gerði 1-1 jafntefli gegn Gent í fyrstu umferð.
Breiðablik á næst útileik gegn Gent í Hollandi 26. október og tekur svo á móti Gent á Laugardalsvelli 9. nóvember og Maccabi Tel Aviv 30. nóvember. Síðasti leikur liðsins fer fram ytra þegar liðið mætir Zorya Luhansk 14. desember.