Vel heppnað fótboltafjör KSÍ, Special Olympics og HÍ
Laugardaginn 23. september héldu KSÍ, Special Olympics og Háskóli Íslands vel heppnað fótboltafjör fyrir einstaklinga með sérþarfir.
Nemendur úr Íþróttafræðideild Háskóla Íslands settu upp fjölbreyttar þrautir og leiki og var áhersla lögð á að allir gætu tekið þátt. Moli, sem hefur ferðast um landið í allt sumar, tók einnig þátt í fjörinu.
Samstarf KSÍ og Special Olympics hefur verið farsælt undanfarin ár og er von á því að samstarfið muni verða enn sterkara.
Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir frá viðburðinum eftir Magnús Orra Arnarson.