Tap í Bochum
Ísland tapaði 0-4 gegn Þýskalandi er liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Ruhrstadion í Bochum.
Þýskaland var sterkari aðilinn allan tímann og var tveimur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks.
Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, Þýskaland hélt boltanum vel og sótti mikið á meðan íslenska liðið átti erfitt uppdráttar. Þjóðverjar bættu við tveimur mörkum í seinni hálfleik og 0-4 tap því staðreynd hjá Íslandi.
Næstu leikir liðsins eru í október og eru það einnig tveir leikir í Þjóðadeild UEFA. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli, en Ísland mætir Danmörku föstudaginn 27. október og Þýskalandi þriðjudaginn 31. október.