Eins marks tap Blika á Bloomfield
Breiðablik tapaði fyrsta leik sínum í Sambandsdeild UEFA (UEFA Conference League) með eins marks mun gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Leikið var á Bloomfield Stadium í Tel Aviv.
Heimamenn náðu þriggja marka forystu í leiknum, en Blikar minnkuðu muninn fyrir hlé og bættu við öðru marki í seinni hálfleik og lokatölur því 3-2 Maccabi í vil. Bæði mörk Breiðabliks í leiknum gerði færeyski landsliðsmaðurinn Klæmint Olsen. Í hinum leik riðilsins mættust úkraínska liðið Sorya Luhansk frá Úkraínu og belgíska liðið Gent og skildu þau jöfn.
Næsta umferð riðilsins verður leikin 5. október og þá leika Blikar á Laugardalsvelli gegn Zorya Luhansk.