• fös. 22. sep. 2023
  • U23 kvenna
  • Landslið

2-3 sigur á Marokkó

U23 lið kvenna vann góðan sigur á Marokkó í æfingaleik ytra.

Marokkó komst yfir snemma í leiknum og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimamönnum. Leikurinn var mjög jafn framan af en það var Bryndís Arna Níelsdóttir sem jafnaði leikinn á 66. mínútu, Karen María Sigurgeirsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 76. mínútu. Marokkó fékk víti á 81. mínútu sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði, leikmaður Marokkó náði þó frákastinu og jafnaði leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigur markið á 87. mínútu og tryggði liðinu þannig 2-3 sigur.

Íslenska liðið mætir Marokkó í seinni leik liðanna mánudaginn 25. september klukkan 15:00, leikurinn verður í beinu streymi á miðlum KSÍ.