A kvenna hefur leik í Þjóðadeild UEFA á föstudag
Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA á föstudag þegar liðið mætir Wales.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:00. Ísland mætir svo Þýskalandi á þriðjudag á Ruhrstadion í Bochum og hefst sá leikur kl. 16:15 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
Miðasala á leikinn gegn Wales er í fullum gangi á tix.is ásamt því að mótsmiðasala á heimaleiki liðsins í keppninni verður í gangi fram að leik á föstudag.
Ísland er í A deild í Þjóðadeildinni og er hægt að lesa um fyrirkomulag keppninnar á vef UEFA.
Fyrri viðureignir
Ísland og Wales hafa mæst tvisvar sinnum. Ísland hefur unnið annan leikinn og hinn endaði með jafntefli. Liðið mættust síðast á Pinatar Cup á þessu ári og endaði sá leikur með markalausu jafntefli. Hinn leikurinn var vináttuleikur árið 1993 og vann Ísland hann 1-0 með marki frá Jónínu Höllu Víglundsdóttur.
Ísland og Þýskaland hafa mæst 16 sinnum. Ísland hefur unnið einn leik og Þýskaland 15. Eini sigur Íslands kom í undankeppni HM 2019 þegar liðið vann frækinn 3-2 sigur í Þýskalandi.
Hópurinn
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 49 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 4 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 20 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 53 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 114 leikir, 9 mörk
Arna Eiríksdóttir - FH - 2 leikir
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 27 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 16 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 1 mark
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 6 leikir, 1 mark
Sandra María Jessen - Þór/KA - 33 leikir, 6 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 5 leikir
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 35 leikir, 4 mörk *
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 29 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 28 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 15 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 55 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - NJ/NY Gotham FC - 45 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 26 leikir, 4 mörk
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 6 leikir
*Lára Kristín Pedersen var kölluð inn í hópinn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur.