• mán. 18. sep. 2023
  • Mótamál

Úrslit í neðri deildum karla

Síðustu daga hafa farið fram síðustu umferðir í neðri deildum karla.

Önnur, þriðja, fjórða og fimmta deild karla hafa lokið leik.

 

2. deild karla

Dalvík/Reynir bar sigur úr býtum í 2. deild karla með 45 stig og var það lið ÍR sem tryggði sér annað sætið á markatölu. ÍR endaði með 41 stig eins og KFA en ÍR var með 27 mörk í plús en KFA með 21 mark í plús. KV endaði í botnsæti deildarinnar með 9 stig, Sindri fylgir þeim niður í 3. deild en liðið endaði í 11. sæti með 17 stig.


3. deild karla

Reynis S. endaði á toppi 3. deildar karla með 47 stig og liði Kormáks/Hvatar í öðru sæti með 45 stig, bæði lið spila því í 2. deild á næsta ári. Á hinum enda töflunnar voru Ýmir með 16 stig og KFS með 21 stig, sem falla á markatölu.


4. deild karla

Vængir Júpiters sigruðu 4. deild karla með 42 stigum og mun KFK fylgja liðinu upp í 3. deild en KFK enduðu í öðru sæti með 39 stig. Uppsveitir fara niður í 5. deild ásamt Álftanesi.


5. deild karla

Í 5. deild var það RB sem sigraði A riðil, Úlfarnir enduðu í öðru sæti. Kría sigraði B riðil og KFR enduðu í öðru sæti. Í úrslitakeppni 5. deildarinnar mættust RB og KFR, fyrri leikurinn fór 2-0 fyrir RB og tryggðu RB sér sæti í úrslitaleiknum með 1-2 sigri í seinni leik liðanna. Kría hafði betur gegn Úlfunum 1-2 í fyrri leik liðanna en seinni leikurinn endaði með 4-4 jafntefli. Úlfarnir höfðu betur gegn KFR í leik um 3. sætið og voru það RB sem tryggðu sér fyrsta sætið með 2-1 sigri á móti Kríu í úrslitaleiknum.