ÍR sigurvegari í 2. deild kvenna
Úrslit liggja fyrir í 2. deild kvenna þar sem lið ÍR hefur tryggt sér 1. sætið.
Tveir leikir eru eftir í 2. deild kvenna, þar er annars vegar leikur Einherja og Álftaness og hins vegar leikur ÍH og Smára
Eins og staðan er núna trónir ÍR á toppnum með 45 stig. ÍA fylgir þeim svo á eftir með 41 stig. Þeir leikir sem eftir eru koma ekki til með að hafa áhrif á efstu liðin og er það því staðfest að ÍR og ÍA munu leika í Lengjudeild kvenna á næsta ári.
Alda Ólafsdóttir úr Fjölni er markahæst deildarinnar en hún hefur skorað 33 mörk í 20 leikjum.