Jörundur Áki á fundi um þróun knattspyrnu kvenna
Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ, sat í vikunni fund um þróun á knattspyrnu kvenna hjá UEFA ásamt tíu öðrum fulltrúum aðildarsambanda UEFA.
Evrópska knattspyrnusambandið var með kynningar og vinnustofur þar sem markmiðið var að hjálpa aðildarsamböndum að átta sig á þeim tækifærum sem eru í boði í samvinnu við UEFA til að þróa knattspyrnu kvenna.
Á meðal viðfangsefna á fundinum voru þróun leikmanna, þjálfunarmál, grasrótarmál og markaðs- og samskiptamál, auk þess sem ýmis verkefni á vegum UEFA voru kynnt, þ.á.m. HatTrick styrkjakerfið og Grow verkefnið sem styður við ýmsa þróun knattspyrnusambanda innan UEFA. Þá var einnig farið yfir nýtt keppnisfyrirkomulag A landsliða kvenna, Þjóðadeildina og tengingu hennar við undankeppni EM og HM.