Gunnhildur Yrsa hitti tæplega 300 einstaklinga með sérþarfir
Í sumar stóð KSÍ fyrir verkefninu Fótbolti fyrir alla þar sem fyrrverandi landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir heimsótti sumarbúðir og félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga með sérþarfir.
Gunnhildur heimsótti 23 staði og hitti fyrir tæplega 300 börn og unglinga. Í heimsóknunum var gleðin við völd og aðalatriðið var að allir þátttakendur fengu verkefni við sitt hæfi. Gunnhildur hefur mikla reynslu af því að vinna með einstaklingum með sérþarfir, bæði hérlendis og erlendis.
Laugardaginn 23. september mun KSÍ ásamt Special Olympics og Háskóla Íslands halda svokallað fótboltafjör þar sem einstaklingum með sérþarfir er boðið að koma í Miðgarð í Garðabæ og taka þátt í alls konar þrautum og leikjum. Frítt er á viðburðinn og hægt er að skrá sig með því að smella hér.
Hér má sjá myndband frá einni heimsókn Gunnhildar í Reykjadal í sumar.