KA og Stjarnan sektuð
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 5. september 2023, var tekin fyrir skýrsla frá eftirlitsmanni á leik Stjörnunnar og KA í Bestu deild karla sem fram fór þann 26. ágúst sl. Var það álit aga- og úrskurðarnefndar að framkoma áhorfenda KA og Stjörnunnar hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 12.9.d í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild KA um kr. 100.000,- vegna framkomu áhorfenda liðsins og sekta einnig knattspyrnudeild Stjörnunnar um kr. 100.000,- vegna framkomu áhorfenda liðsins á sama leik.
Úrskurður í máli áhorfenda Stjörnunnar