2-3 sigur á Finnlandi
U21 lið karla vann góðan 2-3 sigur á Finnum í æfingaleik í Turku í Finnlandi.
Íslenska liðið byrjaði leikinn af fullum krafti og skapaði sér mörg góð færi en inn vildi boltinn ekki og var leikurinn markalaus í hálfleik. Finnar byrjuðu seinni hálfleikinn þó mun betur en íslenska liðið og komst yfir á 51. mínútu. Eyþór Aron Wöhler jafnaði þó leikinn á 75. mínútu, Ísland fékk síðar víti þar sem Davíð Snær Jóhannson skoraði örugglega og kom íslenska liðinu í 1-2. Finnar jöfnuðu þó aftur leikinn á 87. mínútu og leit allt út fyrir að það yrðu lokatölur. Íslenska liðið var þó ekki hætt og skoraði Óli Valur Ómarsson sigurmarkið á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Eyþóri Aroni og tryggði þannig íslandi 2-3 sigur.
Liðið heldur núna heim á leið þar sem það tekur á móti Tékkum á Víkingsvelli þriðjudaginn 12. september klukkan 16:30, sá leikur er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir EM 2025.