Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar
Breiðablik vann á fimmtudag 1-0 sigur gegn Struga frá Norður Makedóníu í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar unnu einvígið samtals 2-0 og eru þar með fyrsta íslenska karlaliðið til að spila í riðlakeppni í Evrópukeppni. Mark Breiðabliks skoraði Viktor Karl Einarsson á þriðju mínútu.
Dregið verður í riðla klukkan 12:30 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með drættinum hér og á Stöð 2 sport 2.
KSÍ óskar Breiðablik innilega til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis!