Ísbjörninn spilar sinn fyrsta leik í Evrópukeppni innanhússfótbolta
Fyrsti leikur Ísbjarnarins í Evrópukeppni innanhússfótbolta fer fram í dag, miðvikudaginn 23. ágúst í Póllandi. Ísbjörninn mætir FC Prishtina frá Kósóvó en liðið er einnig í riðli með Utleira Idrettslag frá Noregi og KSC Lubawa frá Póllandi. Riðillinn er spilaður dagana 23.8. - 26.8.
Þetta er í annað skiptið sem Ísbjörninn kemst í Evrópukeppni innanhússfótbolta en liðið er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur unnið þann titil bæði árin 2022 og 2023.