• þri. 22. ágú. 2023
  • Agamál

Knattspyrnudeild ÍBV sektuð

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 15. ágúst 2023, var tekin fyrir skýrsla frá dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fram fór þann 29. júlí.

Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar ÍBV og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍBV og Vals hafi verið vítaverð og falli undir ákvæði 12.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild ÍBV vegna framkomu áhorfenda í garð dómara í leik liðsins við Val í Bestu deild kvenna. Með tilliti til viðbragða og ráðstafana knattspyrnudeildar ÍBV vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar ÍBV hæfilega ákveðin kr. 100.000.

 

Hér má sjá úrskurðinn í heild sinni