• fös. 18. ágú. 2023
  • Dómaramál

Soffía og Bergrós dæma í Færeyjum

Ísland hefur tekið þátt í Norrænum dómarskiptum karla mörg undanfarin ár.
Ástæða þess að Ísland hefur ekki tekið þátt í þessum skiptum kvennamegin er skortur á konum sem vilja leggja dómgæslu fyrir sig.
Það er því mikið fagnaðarefni að konum í dómgæslu hefur fjölgað það mikið á Íslandi að Ísland getur tekið þátt í þessum skiptum í fyrsta sinn.
Laugardaginn 19. ágúst munu Soffía Ummarin Kristinsdóttir og Bergrós Lilja Unudóttir dæma leik NSÍ og B36 í efstu deild kvenna í Færeyjum.
Soffía sem dómari og Bergrós sem aðstoðardómari.