Leikir í Evrópukeppnum
Mynd: Hulda Margrét
Bæði Breiðablik og KA eiga heimaleiki í Evrópukeppnum á morgun fimmtudaginn 17. ágúst.
Breiðablik mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu í forkeppni Evrópudeildarinnar í seinni viðureign liðanna á Kópavogsvelli klukkan 17:30. Fyrri leikur liðanna endaði með 6-2 tapi hjá Breiðablik.
KA á leik gegn Club Brugge frá Belgíu í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 18:00. Fyrri viðureign liðanna fór 5-1 fyrir Club Brugge.
Með sigri getur Breiðablik tryggt sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og KA tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, tapi liðin fer Breiðablik í umspil fyrir riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar annaðhvort FK Struga frá Makedóníu eða Swift Hesperange frá Lúxemborg. Ef KA tapar er þeirra ævintýri í Evrópukeppnum lokið þetta árið.