• fim. 10. ágú. 2023
  • Mótamál

Jensína Guðrún Magnúsdóttir og Benedikt Þór Guðmundsson heiðursgestir

Á úrslitaleikjum í bikarkeppni er venjan að einn heiðursgestur komi frá hvoru félagi.

 

Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á morgun klukkan 19:00 og hefur Víkingur R. boðað Jensínu Guðrúnu Magnúsdóttur og Breiðablik Benedikt Þór Guðmundsson sem heiðursgesti á úrslitaleikinn.

 

Heiðursgestir úrslitaleiks Mjólkurbikars kvenna

Heiðursgestur Víkings:

Jensína Guðrún Magnúsdóttir 

Heiðursfélagi Víkings frá árinu 2004. Hefur starfað fyrir félagið um áratugaskeið, verið í stjórnum handknattsleiks-og skíðadeilda félagsins og borið hag félagsins fyrir brjósti alla tíð.

Mætir enn á flesta leiki og lætur sér fátt óviðkomandi er varðar félagið enda brunnur visku og reynslu þegar kemur að rekstri íþróttafélags.

 

Heiðursgestur Breiðabliks:

Benedikt Þór Guðmundsson

Benedikt, eða Benni eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur verið viðriðinn Breiðablik nánast frá fæðingu og hlaut hann Gullblika viðurkenningu félagsins árið 2020

Hann var einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Breiðabliks en vegna meiðsla þurfti hann að leggja skóna á hilluna allt of snemma.

Eftir að knattspyrnuferlinum lauk hefur Benni verið óþreytandi í starfi fyrir félagið jafnt karla sem kvennameginn.
Benni er ætíð reiðubúinn að leggja hönd á plóg og er ómetanleg stoð og stytta fyrir félagið.

 

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Víkings R.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Breiðabliks.