• fim. 03. ágú. 2023
  • Mótamál

Breiðablik laut í lægra haldi gegn FC Kaupmannahöfn

Mynd: Hulda Margrét

 

Breiðablik og FC Kaupmannahöfn mættust í gær í síðari leik liðanna í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Leikurinn var sannkölluð markaveilsa en Breiðablik komst yfir aðeins á 9. mínútu með marki frá Jason Svanþórssyni. FC Kaupmannahöfn tók sinn tíma í að svara en á 33. mínútu jöfnuðu þeir leikinn, þeir voru þó bara rétt að byrja og skoruðu aftur á 35. mínútu, 37. mínútu og í uppbótartíma fyrir hálfleik, og var því staðan 4-1 fyrir FC Kaupmannahöfn í hálfleik.

Mörkin héldu áfram í seinni hálfleik en á 47. mínútu skoraði FC Kaupmannahöfn sitt fimmta mark, Breiðablik svaraði á 52. mínútu með marki frá Kristni Steindórssyni. Kaupmannahöfn skoraði þá aftur á 56. mínútu. Höskuldur Gunnlaugsson bætti þó við marki fyrir Breiðablik á 74. mínútu og voru því lokatölur FC Kaupmannahöfn sex, Breiðablik þrjú. Markahæsti maður leiksins var Orri Óskarsson, en hann skoraði þrennu. Þrennan var þó Dönum í hag enda leikur Orri fyrir FC Kaupmannahöfn.

Lokatölu veinvígisins eru því Breiðablik 3-8 FC Kaupmannahöfn.

Ljóst er að FC Kaupmannahöfn mætir Spörtu frá Prag í næstu umferð keppninnar. Breiðablik færist yfir í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og mun mæta annað hvort HSK Zrinjski frá Bosníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.