Félagaskiptabanni FH aflétt
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur aflétt félagaskiptabanni sem karlalið FH í meistaraflokki í knattspyrnu var dæmt til að sæta samkvæmt dómi í máli nr. 3/2023.
Í bréfi áfrýjunardómstóls dagsettu 28. júlí sl. til FH kemur m.a. eftirfarandi fram:
“Af fyrrnefndu bréfi knattspyrnudeildar FH og með vísan til þeirra fylgiskjala sem fylgdu bréfinu verður ekki annað séð en að knattspyrnudeild FH hafi sýnt fram á að hafa fullnægt þeim forsendum sem fram koma í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 3/2023. Með vísan til ákvæða laga og reglugerða KSÍ og þá einnig FIFA Disciplinary Code sem er þeim til fyllingar er félagaskiptabanni knattspyrnuliðs FH í meistaraflokki karla samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 3/2023 hér með aflétt.”