Gunnhildur Yrsa leggur landsliðsskóna á hilluna
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Hún tilkynnti ákvörðunina eftir 0-1 sigur gegn Austurríki í vináttuleik þann 18. júlí.
Gunnhildur spilaði 102 A landsleiki og skoraði í þeim 14 mörk. Fyrsti leikurinn hennar var í 2-0 sigri gegn Norður-Írlandi árið 2011. Gunnhildur var lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár og tók meðal annars tekið þátt í tveimur stórmótum, EM 2017 og EM 2022.
KSÍ óskar Gunnhildi til hamingju með landsliðsferilinn!