0-3 tap gegn Spáni
Íslenska U19 lið kvenna tapaði 0-3 fyrir mjög sterku liði Spánar.
Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög sterkt og sótti hart að Spánverjum, það dugði þó ekki til enda var spænska vörnin mjög þétt. Spænska liðið komst þó yfir á 11. mínútu og breyttist leikurinn töluvert við það. Spænska liðið náði yfirhönd í leiknum og skoraði sitt annað mark á 36. mínútu og staðan því 0-2 fyrir Spáni í hálfleik.
Íslenska liðið kom sterkt inn í seinni hálfleik og var leikurinn mjög jafn framan af. Íslenska liðið gerði skiptingar á 69. mínútu sem skiluðu sér í enn fleiri tækifærum fyrir Ísland en inn vildi boltinn ekki.
Á 89. mínútu náðu Spánverjar þó að gulltryggja sér sigurinn með þriðja markinu og loka tölur því Ísland 0 Spánn 3.
Ísland mætir Tékklandi föstudaginn 21. júlí, klukkan 15:30