Íslenskum liðum mun fjölga í Evrópukeppnum karla
Mynd: Hulda Margrét
UEFA hefur staðfest að íslenskum liðum mun fjölga í Evrópukeppnum karla á næsta ári.
Í ár, eins og undanfarin ár, taka þrjú íslensk lið þátt í Evrópukeppnum en nú mun þeim fjölga í fjögur. Ástæðan fyrir því að liðum frá Íslandi fjölgar er góð stigasöfnun í Evrópukeppnum vegna árangurs íslenskra liða í keppnunum síðustu tvö ár. Stigin safnast saman yfir fimm ára tímabil í senn.
Íslandsmeistararni munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu eins og áður og þrjú lið munu taka þátt í Sambandsdeildinni (Conference League) og það eru Bikarmeistarar og liðin sem lenda í öðru og þriðja sæti í deildinni.