• þri. 04. júl. 2023
  • Landslið
  • U19 karla

Svekkjandi tap gegn Spánverjum

Mynd Hulda Margrét


U19 lið karla spilaði sinn fyrsta leik í lokakeppni EM á Möltu í kvöld.
Spánverjar tefldu fram gríðarlega sterku liði sem sótti mikið á Ísland en vörn íslenska liðsins var enn sterkari framan af. Á 16. mínútu fengu þó Spánverjar horn sem þeir nýttu sér vel og skoruðu fyrsta mark leiksins. Íslenska liðið tvíefldist eftir þetta og sótti hart að Spánverjum, staðan í hálfleik var þá 1-0 fyrir Spáni.

Spánverjar komu sterkir inn í seinni hálfleik og skoruðu sitt annað mark á 47. Mínútu og voru þá komnir í 2-0. Íslenska liðið hélt áfram að sækja en inn vildi boltinn ekki. Ísland missti mann út af á 87. mínútu með rautt spjald, en liðið lét það ekki stoppa sig og skoraði Ágúst Orri Þorsteinsson á 2. mínútu í uppbótartíma. Til gamans má geta að Spánn fékk ekki á sig neitt mark í undankeppni EM. Lokatölur í Möltu Ísland 1 Spánn 2

Ísland mætir Noregi föstudaginn 7. júlí og Grikklandi mánudaginn 10. júlí.