• mán. 03. júl. 2023
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

Breiðablik og Víkingur R. mætast í bikarúrslitum kvenna

Mynd: Mummi Lú

Breiðablik og Víkingur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst kl. 16:00.

Víkingur R. vann 2-1 sigur á FH í fyrri undanúrslitaleiknum þar sem Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði bæði mörk Víkings og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði mark FH. Er þetta í fyrsta skipti í sögunni sem kvennalið Víkings kemst í bikarúrslit.

Í síðari undanúrslitaleiknum vann Breiðablik sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og grípa þurfti til framlengingar. Að framlengingu lokinni var staðan 2-2. Mörk Breiðabliks skoruðu Agla María Albertsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir og mörk Stjörnunnar skoruðu Betsy Hessett og Andrea Mist Pálsdóttir. Í vítakeppninni skoraði Breiðablik úr öllum sínum spyrnum en Stjarnan skoraði úr einni af þremur.

Er þetta þriðja árið í röð sem Breiðablik spilar úrslitaleikinn og hefur liðið unnið titilinn þrettán sinnum.

Listi yfir bikarmeistara.