Dregið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á föstudag
Mynd: Hulda Margrét
Dregið verður í undankeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna á föstudag. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður hann sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.
Tvö íslensk lið verða í pottinum. Valur var Íslandsmeistari á síðasta tímabili og verður því í pottinum ásamt Stjörnunni sem lenti í öðru sæti.
Fyrsta umferð undankeppninnar fer þannig fram að leikin verða "míní" mót þar sem hvert lið spilar tvo leiki og vinna þarf sigur í báðum leikjunum til að komast áfram. Leikirnir fara fram 6. og 9. september. Liðin sem komast áfram eftir þessa umferð fara í aðra umferð forkeppninnar þar sem spilaðir verða tveir leikir við sama lið, heima og að heiman. Það lið sem vinnur leikina tvo samanlagt kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Breiðablik er eina íslenska liðið sem hefur komist í riðlakeppnina.