Súpufundur með íþróttasálfræðingnum Thomas Danielsen
Þriðjudaginn 27. júní kl. 12:00 býður KSÍ upp á súpufund á þriðju hæð á Laugardalsvelli. Fyrirlesarinn er Thomas Danielsen, íþróttasálafræðingur meistaraflokks karla hjá Val og viðfangsefni hans er High Performance Strategies.
Thomas er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá SDU í Danmörku. Hann hefur starfað í yfir 10 ár með dönskum félögum og leikmönnum í efstu deildum í fótbolta, handbolta, blaki og golfi. Þessa dagana starfar hann fyrir Val en er einnig að vinna með dönskum golfurum sem spila á Evróputúrnum. Hann mun fjalla um aðferðir sem hann beitir í hugrænni þjálfun sem hjálpa leikmönnum að ná topp árangri.
Frítt er á fundinn og súpa í boði fyrir þá sem mæta.
Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, tvö endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og þjálfarar sem horfa á upptökuna geta einnig fengið endurmenntunarstig. Þeir þurfa að senda póst á dagur@ksi.is og fá sent til baka upptökuna og tvær léttar spurningar úr fyrirlestrinum. Þeir fá endurmenntunarstigin skráð þegar þeir hafa svarað spurningunum.