• fim. 15. jún. 2023
  • Fræðsla

Starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar

Í maí síðastliðnum var skipaður 8 manna starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og er hópnum ætlað að skoða stöðu kynjajafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar og leggja fram tillögur að markvissum aðgerðum til að auka kynjajafnrétti. Í starfshópnum, sem fundaði fyrst í dag 14. júní, eru fulltrúar KSÍ, Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, sambands íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytisins og ÍTF.

Á meðal verkefna hópsins er að skoða almenn viðhorf innan hreyfingarinnar, aðstöðumál, skiptingu fjármagns og jafnréttisáætlanir.