Breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál
Í dag þriðjudag, voru kynntar breytingar á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál með dreifibréfi sem sent var til aðildarfélaga KSÍ.
Um ræðir breytingar sem fela það í sér að áminningar og/eða brottvísanir skuli telja saman í bikarkeppni KSÍ og bikarkeppni neðri deilda. Þau lið sem taka þátt í báðum keppnum munu því taka út viðurlög vegna agamála í þeirri keppni sem viðkomandi lið á næst leik í o.s.frv.
Aðildarfélög eru vinsamlega hvött til að kynna sér efni dreifibréfsins gaumgæfilega.