Hæfileikamótun N1 og KSÍ
Mynd: Hulda Margrét
Undanfarin misseri hefur hæfileikamótun N1 og KSÍ farið fram bæði í flokki drengja og stúlkna. Hæfileikamótun er mikilvægur þáttur af grasrótarstarfi KSÍ og er fyrsta þrepið í landsliðsstiga KSÍ. Hæfileikamótunin samanstendur af æfingum og fyrirlestrum þar sem þátttakendur fá fræðslu um allt mögulegt tengt knattspyrnu og umhverfi landsliða. Þjálfarar hæfileikamótunarinnar eru einnig þjálfarar U15 landsliða Íslands og ferðast þeir um land allt og sjá um æfingar hjá ungmennum í 4. flokk. Markmið verkefnisins er að gefa efnilegum stelpum og strákum tækifæri til að mæta á KSÍ-æfingar, skimun („scouting“) um land allt og kynna landsliðsumhverfið fyrir iðkendum. Hæfileikamótunin endaði á hæfileikamóti, þar sem þátttakendur fengu að kynnast því hvernig er að spila leiki við bestu aðstæður. Þar á meðal spiluðu keppendur á Laugardalsvelli og fengu smjörþefinn af því hvernig er í raun að spila fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi..
Hæfileikamótun stúlkna
Hæfileikamót stúlkna fór fram dagana 25.-27. maí. Þetta árið tóku 56 stúlkur þátt í hæfileikamótinu frá 24 félögum víðs vegar um landið.
Hæfileikamótun drengja
Hæfileikamót drengja fór fram dagana 15.-17. maí. Þetta árið tóku 68 drengir þátt í hæfileikamótinu frá 27 félögum víðs vegar um landið.