• mið. 10. maí 2023
  • Fræðsla

Fótbolta Fitness

Mynd - fsf.fo

Föstudaginn 19. maí verður blásið til kynningar á Fótbolta Fitness. Fyrirlesturinn verður haldinn í félagsheimili Þróttar í Laugardal og á Laugardalsvelli.

Hingað til lands kemur Magni Mohr, en hann er doktor í þjálfunarlífeðlisfræði og hefur komið að ýmsum rannsóknum um áhrif fótbolta á líkamlega heilsu eldri leikmanna og hvernig nota megi þetta tiltekna form fótboltans sem líkamsrækt.

Í þessu sambandi má benda á að UEFA veitti nýverið Danska knattspyrnusambandinu Grasrótarviðurkenningu UEFA fyrir verkefni sem sambandið hefur unnið að í rúm 10 ár, verkefni er snýr að fótbolta fyrir 60 ára og eldri, þar sem sýnt hefur verið fram á að fótbolta iðkun bætir bæði heilsu og vellíðan eldri borgara:

Um verkefnið á vef UEFA 

Kynningin er bæði bókleg og verkleg, þar sem Magni setur upp æfingu fyrir fótbolta fitness lið frá Færeyjum, sem verður hér á landi á þessum tíma.

Dagskrá

Föstudagur, 19. maí – Félagsheimili Þróttar R. (bóklegt) og Laugardalsvöllur (verklegt)

kl. 12:00-13:30 Fótbolta fitness – niðurstöður rannsókna um áhrif knattspyrnu iðkunar á heilsu eldri leikmanna (bóklegt)
kl. 14:00-15:30 Fótbolta fitness - æfing (verklegt)

Frítt er á kynninguna en skráning fer fram hér að neðan:

Skráning