• fös. 28. apr. 2023
  • Lög og reglugerðir

Ný umboðsmannapróf FIFA haldin í fyrsta sinn

Miðvikudaginn 19. apríl stóð KSÍ fyrir sérstöku umboðsmannaprófi FIFA í höfuðstöðvum KSÍ. Umboðsmannaprófið var haldið af KSÍ í samræmi við nýja reglugerð FIFA um umboðsmenn sem tók gildi fyrr á þessu ári. Samkvæmt nýjum reglum mun FIFA halda utan um alla skráða umboðsmenn á heimsvísu og mun skráning fara fram beint hjá FIFA.

Að þessu sinni þreyttu sjö einstaklingar umboðsmannaprófið sem haldið var 19. apríl. Próftími var ein klukkustund og þurftu þátttakendur að svara 20 spurningum. Til að standast prófið þurfti að svara 75% spurninga rétt.

Þrír einstaklingar sem tóku þátt stóðust prófið og geta því skráð sig sem umboðsmenn á vegum FIFA.

Seinna próf FIFA á þessu ári verður haldið 20. september nk. en hægt verður að skrá í prófið frá 1. maí til 31. júlí 2023