U19 kvenna - Dregið í EM 2023 á miðvikudag
Dregið verður í lokakeppni EM 2023 hjá U19 kvenna á miðvikudag.
Ísland verður ein af átta þjóðum sem verða í pottinum og hefst drátturinn kl. 08:00 að íslenskum tíma.
Lokakeppnin fer fram í Belgíu dagana 18.-30. júlí. Ásamt Íslandi taka Austurríki, Belgía, Tékkland, Frakkland, Þýskaland, Holland og Spánn þátt. Spánn er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki.