U19 karla - Dregið í lokakeppni EM 2023 á miðvikudag
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
Dregið verður í lokakeppni EM 2023 á miðvikudag kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Ísland verður á meðal þátttökuþjóða í keppninni eftir að hafa endað í efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Aðrar þjóðir sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru Grikkland, Ítalía, Noregur, Pólland, Portúgal og Spánn. Malta tekur einnig þátt sem gestgjafi.
Dregið verður í tvo riðla og munu tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Mótið fer fram á Möltu dagana 3.-16. júlí