• fös. 14. apr. 2023
  • Landslið
  • U16 kvenna

U16 kvenna - Sigur gegn Ísrael

U16 lið kvenna vann 4-0 sigur gegn Ísrael í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament mótinu sem fram fer í Wales.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu þær Rakel Eva Bjarnadóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir.

Næsti leikur Íslands í mótinu og jafnframt sá síðasti er gegn Wales sunnudaginn 16. apríl og hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

U16 kvenna