UEFA styrkur vegna heilbrigðisrannsókna
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sérstaka rannsóknarstyrki hjá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) vegna verkefna tengdum knattspyrnu og heilbrigðismálum (UEFA Medical Research Grant Programme – UEFA MRGP).
Sjóður UEFA fyrir sérstaka rannsóknarstyrki (UEFA Research Grant Programme) var settur á laggirnar árið 2009 og hefur sjóðurinn stutt við rannsóknir fræðimanna sem starfa að verkefnum í samstarfi við aðildarsambönd UEFA allar götur síðan. Fyrr á árinu var tilkynnt að UEFA hefði ákveðið að umsóknir vegna rannsókna í heilbrigðismálum yrðu ekki lengur partur af þessum tiltekna sjóði, og að settur yrði á laggirnar nýr sjóður, sérstaklega ætlaður verkefnum og rannsóknum tengdum heilbrigðismálum. Þetta hefur nú verið gert og opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn.
Sótt er um rannsóknarstyrk UEFA vegna (knattspyrnutengdra) verkefna sem tengjast rannsóknum og/eða öðrum verkefnum í heilbrigðismálum. Rannsakandinn þarf að vera í samstarfi við knattspyrnusamband eða -sambönd innan UEFA og starfa við eða vera í viðeigandi námi við háskóla eða sambærilega menntastofnun. Upphæð styrks til verkefnis er að hámarki 30 þúsund evrur.
Reiknað er með einu ári til að ljúka við rannsókn og skila niðurstöðum. Umsóknarglugginn er til og með 1. maí næstkomandi.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar