• sun. 09. apr. 2023
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna komnar á EM 2023

U19 landslið kvenna tryggði sér sæti á EM með 2-1 sigri á Svíþjóð í milliriðli fyrir EM á laugardag. 

Snædís María Jörundsdóttir kom Íslandi yfir með marki á áttundu mínútu leiksins og Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið á 92. mínútu.

Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins. Ísland er nú þegar búið að vinna sigur á bæði Svíþjóð og Danmörku. Á þriðjudag mætir liðið Úkraínu sem er án stiga. Ef Ísland verður jafnt annað hvort Svíþjóð eða Danmörku að stigum eftir loka umferð riðilsins þá eru það innbyrgðis viðureignir sem horft er í og er Ísland með yfirhöndina þar og er því öruggt í lokakeppni EM. Ísland er eina liðið, ásamt gestgjöfum Belgíu, sem er búið að tryggja sér sæti í lokakeppninni fyrir lokaumferð milliriðlanna.

Lokakeppni EM fer fram í Belgíu dagana 18.-30 júlí 2023. Átta lið spila á mótinu í tveimur riðlum og komast tvö efstu lið hvors riðils í undanúrslit sem verða spiluð 27. júlí. Úrslitaleikurinn fer fram 30. júlí.