Dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla á þriðjudag
Dregið verður í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla á þriðjudaginn.
Drátturinn hefst kl. 12:00 og fer hann fram á Melavelli á 1. hæð í höfuðstöðvum KSÍ. 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram dagana 19.-21. apríl, en liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.
Mjólkurbikar karla
Liðin í pottinum eru:
Besta deild karla
Breiðablik
FH
Fram
Fylkir
HK
ÍBV
KA
Keflavík
KR
Stjarnan
Valur
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þróttur R.
Grótta
Grindavík
Þór
Njarðvík
Selfoss
Leiknir R.
ÍA
Ægir
2. deild karla
KFA
Sindri
Þróttur V.
KFG
Dalvík/Reynir
3. deild karla
Kári
Magni
4. deild karla
KH
Uppsveitir
5. deild karla
RB
Önnur umferð klárast á þriðjudaginn þegar Kría og Fjölnir mætast kl. 19:30