Jafntefli hjá Íslandi og Nýja Sjálandi
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Nýja Sjáland í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag, föstudaginn langa.
Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir á 26. mínútu með skalla eftir mjög langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur. Hannah Wilkinson jafnaði metin fyrir Nýja Sjáland með skalla eftir hornspyrnu á 38. mínútu leiksins og var staðan 1-1 í hálfleik.
Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik og 1-1 því lokatölur.
Mark Dagnýjar var hennar 113. A landsliðsmark og er hún orðin næst markahæst frá upphafi en Margrét Lára trónir á toppnum með 79 mörk.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék í dag sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd og var jafnframt fyrirliði liðsins í dag.
Liðið fer nú til Sviss þar sem þær mæta heimakonum í vináttuleik á þriðjudaginn klukkan 17:00.