Gunnhildur Yrsa lék sinn 100. A landsleik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn hundraðasta A landsleik þegar Ísland mætti Nýja Sjálandi í vináttulandsleik á Tyrklandi í dag, föstudag.
Gunnhildur spilaði sinn fyrsta landsleik 26. október 2011 í undankeppni EM 2013 gegn Norður-Írlandi þar sem Ísland vann 2-0 sigur. Gunnhildur kom inn á undir lok leiks fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur.
Gunnhildur hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur meðal annars tekið þátt í tveimur stórmótum, EM 2017 og EM 2022.
Í þessum 100 leikjum hefur Gunnhildur skorað 14 mörk.
KSÍ óskar Gunnhildi Yrsu til hamingju með áfangann!