U23 kvenna - Tap gegn Danmörku
Mynd: Guðmundur Svansson
U23 lið kvenna tapaði 3-1 í vináttuleik gegn Danmörku í dag, fimmtudag. Leikurinn fór fram í Helsingør í Danmörku.
Danir byrjuðu leikinn af meiri krafti og uppskáru mark á 17. mínútu og bættu öðru við á 24. mínútu. Við það tók Ísland við sér og átti góðan kafla fram að hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir minnkaði muninn fyrir Ísland á 42. mínútu með góðu skoti.
Ísland byrjaði síðari hálfleik af krafti en náði þó ekki að koma boltanum í netið. Þegar líða fór á hálfleikinn náðu Danir aftur stjórn á leiknum og innsigluðu 3-1 sigur með marki á 85. mínútu.
Sömu lið mætast aftur á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 13:00.