• fim. 06. apr. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Nýja Sjálandi á föstudag

Ísland mætir Nýja Sjálandi á föstudag í vináttuleik sem leikinn verður í Tyrklandi.

Leikurinn fer fram á Mardan Sports Complex og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á miðlum KSÍ og má finna hlekk inn á útsendinguna hér að neðan.

Bein útsending

Íslenska liðið hefur æft við frábærar aðstæður hér í Tyrklandi síðan á þriðjudag, en færir sig svo yfir til Sviss á sunnudag þar sem það mætir heimakonum í Zürich á þriðjudag. Sá leikur verður einnig í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.