• fös. 17. mar. 2023
  • Leyfiskerfi

10 þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs

Fyrri fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2023 fór fram á fimmtudag. Teknar voru fyrir leyfisumsóknir félaga í Bestu deildum karla og kvenna en einnig voru teknar fyrir leyfisumsóknir í Lengjudeild karla.

Alls voru 10 umsóknir um þátttökuleyfi samþykktar á fundinum en afgreiðslu 24 leyfisumsókna var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á föstudag í næstu viku.

Leyfisumsóknir sem samþykktar voru á fundi leyfisráðs KSÍ 16. mars:

Besta deild karla:

Breiðablik

  • FH
  • HK
  • Fylkir
  • Valur

Besta deild kvenna:

  • Breiðablik
  • FH
  • Valur

Lengjudeild karla:

  • Fjölnir
  • Leiknir