Vanda í pallborði á viðburði um konur í knattspyrnu
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var á mánudag þátttakandi í pallborðsumræðum um konur í knattspyrnu á viðburði hjá portúgalska knattspyrnusambandinu.
Ásamt Vöndu voru Nuria Martinez Navas, liðsstjóri A landsliðs karla hjá Spáni, og Raquel Rosa, hagfræðingur og umboðsmaður, þátttakendur í umræðunum þar sem þær ræddu reynslu sína í knattspyrnunni.
Vanda talaði um mikilvægi þess að konur tækju þátt í ákvarðanatöku og að það væri ákvörðun að hafa konur í þeim stöðum.
Um 170 manns, ásamt tveimur yngri landsliðum Portúgals, hlustuðu á viðburðinn sem haldinn var í glæsilegum höfuðstöðvum portúgalska sambandsins.
Nánar má lesa um viðburðinn á heimasíðu portúgalska knattspyrnusambandsins.