Konur 28% fulltrúa á ársþingi KSÍ
Á ársþingi KSÍ 2023 sem fram fór í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, voru konur 28% þingfulltrúa, eða 21 af 76 þingfulltrúum. Aldrei fyrr hefur hlutfall kvenna verið jafn hátt á meðal þingfulltrúa.Þess má geta að fyrsti leikurinn hérlendis í knattspyrnu kvenna fór fram á Ísafirði árið 1914, en þar var Fótboltafélagið Hvöt stofnað sama ár af konum sem fengu ekki að leika knattspyrnu með strákum.
Á ársþingi KSÍ 2022 sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði voru konur 20% þingfulltrúa, eða 30 af 149 þingfulltrúum. Aldrei fyrr höfðu jafn margar konur verið þingfulltrúar.