A kvenna mætir Filippseyjum í dag
A kvenna mætir Filippseyjum í lokaleik sínum á Pinatar Cup í dag, þriðjudag. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinu streymi.
Ísland er með fjögur stig eftir tvo leiki líkt og Wales, sem mætir Skotlandi klukkan 13:00. Með sigri getur Ísland því tryggt sér sigur á mótinu, ef markatalan verður Íslandi í hag. Fyrir leiki dagsins er Ísland með tvö mörk í plús og Wales með eitt mark í plús.