U19 kvenna vann sigur gegn Portúgal
U19 kvenna vann 3-2 sigur gegn Portúgal í öðrum leik sínum á æfingamóti í Portúgal.
Mörk Íslands skoruðu þær Sædís Rún Heiðarsdóttir, Katla Tryggvadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Ísland lenti 1-2 undir en jafnaði metin á 85. mínútu og tryggði sigurinn í uppbótartíma.
Síðasti leikur liðsins í Portúgal er Wales, þriðjudaginn 21. febrúar.