Jafntefli gegn Wales á Pinatar Cup
A kvenna gerði 0-0 jafntefli gegn Wales í öðrum leik sínum á Pinatar Cup.
Síðasti leikur liðsins á mótinu verður á þriðjudaginn kl. 19:30 gegn Filippseyjum. Filippseyjar hafa tapað báðum sínum leikjum á mótinu.
Einn nýliði kom við sögu í leik dagsins en það var Diljá Ýr Zomers.