Kosningar í stjórn á 77. ársþingi KSÍ
Frestur til að skila inn framboðum fyrir 77. ársþing KSÍ, í stjórn og varastjórn, er nú liðinn. Kjörnefnd hefur komið saman og yfirfarið framkomin framboð.
Alls bárust fjögur framboð í stjórn (fjögur sæti) og eru þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson því sjálfkjörin.
Þrjú framboð bárust innan tilskilins viðbótarfrests í varastjórn (þrjú sæti) og eru þau Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Jón Sigurður Pétursson og Sigrún Ríkharðsdóttir því sjálfkjörin.
Á vef ársþingsins er hægt að finna frekari upplýsingar um þingið og frambjóðendur.
Upplýsingar um kosningar (og frambjóðendur) á 77. ársþingi KSÍ
Mynd með grein: Hulda Margrét